Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í þjónustunni – kennum nemendum okkar að undirbúa sig

Tökum framförum í þjónustunni – kennum nemendum okkar að undirbúa sig

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Þegar biblíunemendur undirbúa sig skilja þeir og muna betur það sem við kennum þeim. Því meira sem þeir skilja og muna, þeim mun meiri framförum taka þeir. Eftir skírnina þurfa þeir að halda áfram að undirbúa sig fyrir samkomurnar og boðunina til að halda ,vöku sinni‘. (Matt 25:13) Þess vegna kemur það þeim að gagni allt lífið að temja sér góðar námsvenjur. Hjálpum nemendum okkar alveg frá byrjun að venja sig á að undirbúa sig fyrir biblíunám.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Sýndu gott fordæmi. (Róm 2:21) Undirbúðu þig fyrir hverja námsstund með nemandann í huga. (km 15.11. 3) Sýndu honum hvernig þú hefur strikað undir í þínu námsriti.

  • Hvettu nemandann til að undirbúa sig. Þegar biblíunámskeiðið er orðið reglulegt skaltu segja honum að undirbúningur sé hluti af náminu og útskýrðu hvers vegna það er gagnlegt. Bentu honum til dæmis á hvernig hann geti tekið frá tíma til að undirbúa sig. Sumir lána nemandanum námsritið sitt í námsstundinni til að hjálpa honum að sjá betur hvað það getur verið gagnlegt að strika undir svörin. Hrósaðu nemandanum þegar hann undirbýr sig.

  • Sýndu honum hvernig á að undirbúa sig. Sumir nota heila námsstund frekar fljótt til að sýna nemandanum hvernig gott er að undirbúa sig fyrir námsstundir.