Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hvernig þroskum við með okkur kærleika til Guðs og náunga okkar?

Hvernig þroskum við með okkur kærleika til Guðs og náunga okkar?

Enda þótt kristnir menn séu ekki bundnir af Móselögunum endurspegla tvö æðstu boðorðin, að elska Guð og náungann, ennþá það sem Jehóva væntir af okkur. (Matt 22:37-39) Slíkur kærleikur er ekki meðfæddur. Við verðum að þroska hann með okkur. Hvernig gerum við það? Ein mikilvæg leið til þess er að lesa daglega í Biblíunni. Þegar við veltum mismunandi eiginleikum Guðs fyrir okkur, sem við lesum um í Biblíunni, veitum við „yndisleik Drottins“ athygli. (Slm 27:4) Það verður til þess að við elskum hann meira, förum að hugsa meira eins og hann og okkur langar til að fara eftir boðorðum hans, líka því boði að sýna öðrum fórnfúsan kærleika. (Jóh 13:34, 35; 1Jóh 5:3) Eftirfarandi þrjár tillögur geta gert biblíulestur ánægjulegri:

  • Notaðu ímyndunaraflið og virkjaðu skilningarvitin. Ímyndaðu þér að þú sért á staðnum. Hvað myndirðu sjá, heyra og hvaða lykt myndirðu finna? Hvernig ætli þeim hafi liðið sem voru þarna?

  • Notaðu mismunandi aðferðir. Hér eru nokkrir möguleikar: Lestu upphátt eða fylgstu með í Biblíunni þegar þú hlustar á hljóðupptöku. Lestu um ákveðna biblíupersónu eða ákveðið efni í stað þess að lesa kaflana í röð. Til dæmis geturðu notað 4. og 16. kafla í Handbók biblíunemandans til að lesa um Jesú. Lestu allan kaflann sem biblíuversið í dagstextanum er tekið úr. Lestu bækur Biblíunnar í þeirri röð sem þær voru skrifaðar.

  • Lestu til að skilja. Þótt þú lesir ekki nema einn kafla daglega þannig að þú skiljir hann og hugleiðir er það langtum betra en að lesa marga kafla bara til þess að komast yfir sem mest efni. Veltu umhverfinu fyrir þér. Skoðaðu smáatriði nánar. Skoðaðu kort og millivísanir. Rannsakaðu að minnsta kosti eitt atriði sem þú skilur ekki. Ef mögulegt er skaltu nota jafn mikinn tíma til að íhuga eins og þú notar til að lesa.