Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Þannig notum við bæklinginn – Listen to God

Þannig notum við bæklinginn – Listen to God

Bæklingurinn Listen to God (Hlustaðu á Guð – ekki til á íslensku) var hannaður til að kenna fólki, sem á erfitt með lestur, grundvallarsannindi Biblíunnar á myndrænan hátt. Í hverjum tveggja blaðsíðna kafla eru úthugsaðar myndir og örvar sem leiða umræðurnar frá einni mynd til annarrar.

Bæklingurinn Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu hefur að geyma sömu myndir og Listen to God en meiri texta sem biblíunemendur með einhverja lestrarkunnáttu geta haft gagn af. Boðberar kjósa oft að nota Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu þótt nemandinn noti Listen to God. Á mörgum blaðsíðum er rammi með auka upplýsingum sem er hægt að ræða um í samræmi við hæfni nemandans.

Þú getur boðið hvorn bæklinginn sem er þótt þeir séu ekki tilboð mánaðarins. Notaðu myndirnar til að útskýra boðskap Biblíunnar þegar þú heldur biblíunámskeið. Notaðu spurningar bæði til að fá nemandann til að taka þátt í umræðunum og ganga úr skugga um að hann skilji efnið. Lestu og ræddu um biblíuversin sem er vitnað í neðst á hverri blaðsíðu. Eftir að þú hefur farið yfir allan bæklinginn skaltu fara yfir Hvað kennir Biblían? eða What Can the Bible Teach Us? (Hvað kennir Biblían okkur? – ekki til á íslensku) til að hjálpa nemandanum að taka framförum og skírast.