Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Bjóðum gesti velkomna

Bjóðum gesti velkomna

Þann 23. mars eigum við von á meira en 12 milljón gestum á minningarhátíðina. Þeir fá að heyra frábæran boðskap þegar ræðumaðurinn fjallar um lausnargjaldið, gjöf Jehóva, og þá blessun sem mannkynið mun njóta í framtíðinni. (Jes 11:6-9; 35:5, 6; 65:21-23; Jóh 3:16) En ræðumaðurinn er ekki sá eini sem boðar trúna við þetta tækifæri. Við gerum það öll með því að bjóða gestina hjartanlega velkomna. (Róm 15:7) Hér eru nokkrar tillögur.

  • Í stað þess að fá þér sæti og bíða eftir að dagskráin hefjist, skaltu bjóða gesti og óvirka velkomna með hlýlegu brosi og vingjarnlegri kveðju.

  • Þótt athygli þín beinist sérstaklega að kunningjum sem þú hefur boðið, skaltu vera vakandi fyrir þeim sem koma vegna þess að þeir hafa fengið boðsmiða. Bjóddu nýjum að sitja hjá þér. Leyfðu þeim að fylgjast með í Biblíunni og söngbókinni.

  • Vertu til taks eftir ræðuna til að svara spurningum. Ef tíminn er takmarkaður af því að söfnuðurinn þinn þarf að fara snemma til að hleypa öðrum söfnuði að, skaltu bjóðast til að heimsækja viðkomandi innan fárra daga. Ef þú hefur ekki símanúmer eða heimilisfang gætirðu sagt: „Það væri gaman að heyra hvernig þér fannst samkoman. Myndirðu vilja að ég hefði samband við þig?“