Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Upprisan – möguleg vegna lausnarfórnarinnar

Upprisan – möguleg vegna lausnarfórnarinnar

Minningarhátíðin gefur okkur gott tækifæri til að hugleiða þá blessun sem er möguleg í framtíðinni vegna lausnarfórnarinnar, þar á meðal upprisuna. Jehóva ætlaðist aldrei til að menn myndu deyja. Þess vegna er sorgin vegna dauða ástvinar ein sársaukafyllsta lífsreynsla sem við verðum fyrir. (1Kor 15:26) Jesús fann til með lærisveinum sínum þegar þeir voru sorgmæddir vegna dauða Lasarusar. (Jóh 11:33-35) Þar sem Jesús er nákvæm eftirmynd föður síns getum við verið viss um að Jehóva finnur líka til þegar við hryggjumst vegna dauða ástvinar okkar. (Jóh 14:7) Jehóva bíður þess tíma með eftirvæntingu þegar hann vekur þjóna sína upp frá dauðum og það ættum við líka að gera. – Job 14:14, 15.

Þar sem Jehóva er Guð reglu er rökrétt að gera ráð fyrir því að upprisan verði með skipulegum hætti. (1Kor 14:33, 40) Í stað útfara gætu komið mótökuathafnir til að bjóða þá sem hafa verið reistir upp velkomna. Leiðir þú hugann að upprisunni, sérstaklega á sorgarstundum? (2Kor 4:17, 18) Þakkarðu Jehóva fyrir lausnargjaldið og fyrir að upplýsa okkur í Biblíunni um að hinir dánu fái líf á ný? – Kól 3:15.

  • Hvaða vini og ættingja hlakkar þú sérstaklega til að hitta aftur?

  • Hvaða biblíupersónur langar þig sérstaklega til að hitta og ræða við?