Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FJÁRSJÓRÐIR Í ORÐI GUÐS | JOBSBÓK 1-5

Job var ráðvandur í prófraunum

Job var ráðvandur í prófraunum

Job bjó í Úslandi á þeim tíma sem Ísraelsmenn voru þrælar í Egyptalandi. Enda þótt Job væri ekki Ísraelsmaður var hann trúr tilbiðjandi Jehóva. Hann átti stóra fjölskyldu, mikinn auð og var áhrifamikill í samfélaginu. Hann var mikils metinn ráðgjafi og óhlutdrægur dómari. Hann var örlátur við fátæka og bágstadda. Job var ráðvandur maður.

Job sýndi greinilega að Jehóva skipti hann mestu máli í lífinu

1:8-11, 22; 2:2-5

  • Satan tók eftir ráðvendni Jobs. Hann neitaði því ekki að Job væri Jehóva hlýðinn en dró hvatir hans í efa.

  • Satan hélt því fram að Job þjónaði Jehóva af eigingjörnum hvötum.

  • Til að fá svar við ásökunum Satans leyfði Jehóva Satan að ráðast á þennan trúfasta mann. Satan lagði líf Jobs algerlega í rúst.

  • Job hélt fast við ráðvendni sína en Satan dró ráðvendi allra manna í efa.

  • Job syndgaði ekki og ásakaði ekki Guð.