Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 2. KORINTUBRÉF 7-10

Hjálparstarf okkar

Hjálparstarf okkar

8:1-4; 9:7

Þjónar Guðs sinna tvenns konar þjónustu, annars vegar „þjónustu sáttargerðarinnar“ eða boðun og kennslu og hins vegar hjálparstarfi í þágu trúsystkina sinna. (2Kor 5:18-20; 8:4) Það er þess vegna þáttur í heilagri þjónustu okkar að hjálpa nauðstöddum trúsystkinum okkar. Ef við tökum þátt í því ...

  • sjáum við trúsystkinum okkar fyrir nauðsynjum. – 2Kor 9:12a.

  • hjálpum við nauðstöddum að koma reglu á þjónustu sína við Jehóva og leggja sig fram við boðunina og sýna Jehóva þannig þakklæti sitt. – 2Kor 9:12b.

  • lofum við Jehóva. (2Kor 9:13) Hjálparstarfið er góður vitnisburður fyrir alla, þar á meðal þá sem eru neikvæðir gagnvart Vottum Jehóva.