Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hjálparstarf okkar hefur komið trúsystkinum okkar á eyjum Karíbahafsins til góða

Hjálparstarf okkar hefur komið trúsystkinum okkar á eyjum Karíbahafsins til góða

Við höfum tækifæri til að sýna trúsystkinum okkar á hamfarasvæðum kærleika alveg eins og var gert á fyrstu öld. (Jóh 13:34, 35) Horfðu á myndskeiðið Kærleikur í verki – hjálparstarf á eyjum Karíbahafsins til að kynna þér hvernig þjónar Guðs hafa séð trúsystkinum sínum sem búa á þessu svæði fyrir nauðsynjum og svaraðu síðan eftirfarandi spurningum:

  • Hvaða áhrif hafði fellibylurinn Irma og fellibylurinn María á líf trúsystkina okkar á eyjum Karíbahafsins?

  • Hvernig sá Jehóva til þess að trúsystkini okkar hjálpuðu bræðrum og systrum á eyjum Karíbahafsins?

  • Hvernig snerti kærleikurinn og örlætið, sem þjónar Guðs sýndu, fórnarlömb fellibyljanna?

  • Hversu margir bræður og systur hafa tekið þátt í hjálparstarfi á eyjum Karíbahafsins?

  • Hvernig getum við öll átt þátt í þessu hjálparstarfi?

  • Hvað finnst þér um að tilheyra þessum kærleiksríka söfnuði eftir að hafa horft á myndskeiðið?