Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

Setjum okkur markmið í tengslum við minningarhátíðina

Setjum okkur markmið í tengslum við minningarhátíðina

Á hverju ári hlakkar fólk Jehóva til þess að halda minningarhátíðina saman. Við nýtum okkur sérstakt tækifæri vikurnar fyrir og eftir minningarhátíðina til að þakka og lofa Jehóva fyrir þá gjöf sem lausnargjaldið er. (Ef 1:3, 7) Við leggjum okkur til dæmis fram við að bjóða fólki á minningarhátíðina. Sumir geta hliðrað til og verið aðstoðarbrautryðjendur í mars eða apríl með 30 eða 50 klukkustunda markmið. Myndir þú vilja auka þátttöku þína í boðuninni í tengslum við minningarhátíðina? Hvað gæti hjálpað þér að gera það?

Við komum oft meiru í verk þegar við skipuleggjum tímann fyrirfram. (Okv 21:5) Nú þegar styttist í minningarhátíðina er tímabært að byrja að gera áætlun. Veltu fyrir þér hvernig þú myndir vilja gera meira í boðuninni í tengslum við minningarhátíðina og íhugaðu hvað þú þarft að gera til að ná markmiðum þínum. Biddu síðan Jehóva um að blessa viðleitni þína. – 1Jó 5:14, 15.

Hvernig gætir þú aukið boðunina á tímabilinu í kringum minningarhátíðina?