Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

Kynntu þér viðhorf Guðs

Kynntu þér viðhorf Guðs

Við viljum gleðja Jehóva í einu og öllu. (Okv 27:11) Til að gera það þurfa ákvarðanir okkar að endurspegla viðhorf hans líka þegar við höfum engin skýr lög eða fyrirmæli til að fara eftir. Hvað getum við þá gert?

Hafðu það fyrir venju að lesa í Biblíunni. Í hvert skipti sem við lesum í Biblíunni má segja að við verjum tíma með Jehóva. Við kynnumst viðhorfi hans með því að skoða samskipti hans við þjóð sína og fordæmi fólks sem gerði það sem er gott eða illt í augum Jehóva. Þegar við þurfum að taka ákvörðun getur heilagur andi hjálpað okkur að rifja upp mikilvægar lexíur og meginreglur sem við höfum lesið í orði Guðs. – Jóh 14:26.

Leituðu að efni í ritum okkar. Þegar þú þarft að taka ákvörðun skaltu spyrja þig: ,Hvaða vers eða frásögur í Biblíunni hjálpa mér að skilja hvað Jehóva finnst um þetta mál?‘ Biddu Jehóva um að hjálpa þér og notaðu leitarverkfæri safnaðarins sem eru aðgengileg á þínu tungumáli til að finna meginreglur í Biblíunni og farðu síðan eftir því sem á við í þínu tilviki. – Sl 25:4.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ VIÐ ÞURFUM AÐ ,ÞREYTA ÞOLGÓÐ SKEIÐIБ – BORÐAÐU NÆRINGARRÍKAN MAT OG SVARAÐU SVO EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvaða þrýstingi varð unga systirin í myndbandinu fyrir?

  • Hvernig gætirðu notað leitarverkfæri til að hjálpa þér að takast á við svipaðan þrýsting?

  • Hvaða gagn höfum við af því að taka frá tíma til að leita að efni í ritum okkar og stunda einkanám sem auðveldar okkur að taka góðar ákvarðanir? – Heb 5:13, 14.