Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

Undirbúðu þig nú fyrir slys eða alvarleg veikindi

Undirbúðu þig nú fyrir slys eða alvarleg veikindi

Hvers vegna ættirðu að vera undirbúinn? Slys og veikindi sem krefjast innlagnar á sjúkrahús gerast oft snögglega og fyrirvaralaust. Gerðu þess vegna ráðstafanir áður en neyðartilvik kemur upp svo þú getir fengið bestu læknisþjónustu sem völ er á. Þannig sýnirðu virðingu fyrir lífinu og lögum Jehóva um blóð. – Pos 15:28, 29.

Hvernig geturðu undirbúið þig?

  • Farðu með bæn og fylltu vandlega út blóðkortið, Yfirlýsing og umboð vegna læknismeðferðar. a Skírðir boðberar geta fengið blóðkort fyrir sjálfa sig hjá ritaþjóninum og Nafnspjald fyrir börn sín undir lögaldri.

  • Ef þú ert barnshafandi skaltu biðja öldungana um eintak af Upplýsingar fyrir verðandi mæður (S-401). Þetta skjal auðveldar þér að taka viturlegar ákvarðanir um heilsufarsmál sem geta komið upp á meðgöngu og í fæðingu.

  • Ef þú þarft að leggjast inn á sjúkrahús eða gangast undir læknisaðgerð og notkun blóðs gæti komið til tals skaltu láta öldungana vita fyrirfram og segja starfsfólki sjúkrahússins að þú leyfir umsjónarmönnum Votta Jehóva að heimsækja þig.

Hvaða aðstoð geta öldungar veitt? Þeir geta hjálpað þér að fylla út blóðkortið. En öldungar taka hvorki læknisfræðilega ákvörðun fyrir þig né tjá persónulega skoðun sína á málum sem hver og einn þarf að ákveða sjálfur. (Róm 14:12; Ga 6:5) Þegar þú lætur öldungana í söfnuði þínum vita að þú þurfir að gangast undir læknisaðgerð og notkun blóðs gæti komið til tals hafa þeir tafarlaust samband við spítalasamskiptanefndina fyrir þig.

Hvernig getur spítalasamskiptanefndin aðstoðað? Bræður í spítalasamskiptanefndinni hafa fengið þjálfun í að hjálpa heilbrigðis- og lögfræðistéttum að skilja trúarlega afstöðu okkar varðandi blóðið. Þeir geta rætt um læknismeðferðir án blóðgjafa við heilbrigðisstarfsfólk sem annast þig. Ef þörf krefur geta þeir hjálpað þér að finna samstarfsfúsan lækni.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ ÁKVARÐANIR UM LÆKNISMEÐFERÐIR Í TENGSLUM VIÐ BLÓÐ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGU:

  • Hvað lærðir þú af myndbandinu sem hjálpar þér að undirbúa þig fyrir slys eða alvarleg veikindi sem tengjast blóði?

a Upplýsingar í kafla 39 í bókinni Von um bjarta framtíð geta hjálpað þér að taka ákvarðanir um læknismeðferðir í tengslum við blóð.