Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

Styrktu trú þína á orð Guðs

Styrktu trú þína á orð Guðs

Biblían getur breytt lífi okkar. (Heb 4:12) En til að hafa gagn af leiðbeiningum hennar og ráðleggingum verðum við að vera fullviss um að hún sé sannarlega ,orð Guðs‘. (1Þe 2:13) Hvernig styrkjum við trú okkar á Biblíuna?

Lestu í Biblíunni á hverjum degi. Vertu vakandi fyrir því sem sannar að Jehóva sé höfundur hennar. Skoðaðu til dæmis ráðleggingarnar í Orðskviðunum og taktu eftir hvað sú viska á alltaf vel við. – Okv 13:20; 14:30.

Taktu ákveðið efni fyrir. Kynntu þér vel sannanir fyrir því að Biblían sé innblásin. Leitaðu í Efnislykli að ritum Votta Jehóva undir viðfangsefninu „Biblían“ og síðan undir „Innblásin af Guði“. Þú getur líka styrkt trú þína á að boðskapur Biblíunnar hafi ekki breyst með því að skoða upplýsingarnar í Vaknið! nr. 1 2008, blaðsíðu 12 og í Varðturninum nr. 4 2016.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ HVERS VEGNA HÖFUM VIÐ TRÚ Á ... ORÐI GUÐS? OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig staðfestir lágmynd á fornum musterisvegg í Karnak í Egyptalandi sannleiksgildi orðs Guðs?

  • Hvernig vitum við að boðskapur Biblíunnar hefur ekki breyst?

  • Hvernig sannar varðveisla Biblíunnar fyrir þér að hún sé orð Guðs? – Lestu Jesaja 40:8.