Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | POSTULASAGAN 27-28

Páll siglir til Rómar

Páll siglir til Rómar

27:23, 24; 28:1, 2, 16, 17

Páll hætti aldrei að segja frá trú sinni þótt hann væri fangi. Þegar hann var á skipinu boðaði hann áhöfninni og öðrum farþegum trúna. Eftir að hann lenti í skipbroti við Möltu hefur hann án efa notað tækifærið til að segja þeim sem hann læknaði frá fagnaðarerindinu. Aðeins þrem dögum eftir að hann kom til Rómar stefndi hann saman æðstu mönnum Gyðinga til að boða þeim trúna. Og á þeim tveimur árum sem hann var í stofufangelsi boðaði hann öllum trúna sem heimsóttu hann.

Hvað geturðu gert til að boða fagnaðarerindið þrátt fyrir takmarkanir sem þú kannt að búa við?