Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Fyrst skaltu sættast við bróður þinn – hvernig?

Fyrst skaltu sættast við bróður þinn – hvernig?

Ímyndaðu þér að þú eigir heima í Galíleu á dögum Jesú. Þú hefur ferðast til Jerúsalem til að halda laufskálahátíðina. Borgin iðar af lífi því trúsystkin alls staðar að eru þar saman komin. Þú vilt færa Jehóva fórn. Þú heldur þess vegna af stað með geitina þína um fjölmenn stræti borgarinnar í átt að musterinu. Þegar þangað er komið eru fjölmargir þar sem vilja líka færa fram fórn. Að lokum kemur röðin að þér að færa prestunum geitina. Þá manstu allt í einu eftir bróður þínum sem hefur eitthvað á móti þér, en hann gæti verið hvar sem er í mannfjöldanum eða borginni. Jesús útskýrir hvað þú ættir að gera. (Lestu Matteus 5:24.) Hvernig getur þú farið eftir leiðbeiningum Jesú og sæst við bróðir þinn sem hefur móðgast? Merktu við rétt svar á listunum hér fyrir neðan.

ÞÚ ÆTTIR AÐ ...

  • tala við bróðir þinn bara ef þú heldur að hann hafi gilda ástæðu fyrir að vera í uppnámi.

  • reyna að leiðrétta bróður þinn ef þér finnst hann of viðkvæmur eða eiga líka sök á vandamálinu.

  • hlusta þolinmóður á bróður þinn útskýra mál sitt jafnvel þótt þú skiljir hann ekki fullkomlega, biðjast einlæglega afsökunar á að hafa sært hann eða gert óviljandi á hlut hans.

BRÓÐIR ÞINN ÆTTI AÐ ...

  • fá stuðning annarra í söfnuðinum með því að segja þeim hvernig þú komst illa fram við hann.

  • ávíta þig, rifja upp alla þætti málsins og krefjast þess að þú viðurkennir sök þína.

  • kunna að meta að þú sýndir auðmýkt og hugrekki að koma til hans og fyrirgefa af öllu hjarta.

Dýrafórnir eru ekki hluti af tilbeiðslu okkar. Hvað getum við samt lært af þessum orðum Jesú um tengslin milli þess að halda frið við trúsystkini okkar og að tilbiðja Guð á réttan hátt?