Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – leggjum grunn að endurheimsókn

Tökum framförum í að boða trúna – leggjum grunn að endurheimsókn

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT?

Það þarf að vökva þau sannleiksfræ sem við sáum. (1Kor 3:6) Þegar við finnum áhugasaman einstakling er þess vegna gott að varpa fram spurningu til að ræða um þegar við komum aftur. Það vekur eftirvæntingu hjá húsráðandanum og gerir okkur auðveldara að undirbúa endurheimsókn. Þegar við síðan komum aftur getum við sagt að við séum komin til að svara spurningunni frá síðustu heimsókn.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Þegar þú undirbýrð kynningu fyrir boðunina hús úr húsi skaltu líka undirbúa spurningu til að svara í næstu heimsókn. Svarið gæti verið að finna í ritinu sem þú ætlar að bjóða eða í námsritinu sem þú ætlar að kynna þegar þú kemur aftur.

  • Þegar þú lýkur samtalinu við áhugasaman húsráðanda skaltu láta hann vita að þú hafir áhuga á að tala við hann aftur. Varpaðu síðan fram spurningunni sem þú hefur undirbúið. Fáðu nafn, símanúmer eða netfang ef hægt er.

  • Ef þú lofar að koma aftur á ákveðnum tíma skaltu standa við það. – Matt 5:37.