Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Gerðu sjálfsnámið þitt meira gefandi

Gerðu sjálfsnámið þitt meira gefandi

HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Sjálfsnám í orði Guðs hjálpar okkur að skilja ,vídd og lengd, hæð og dýpt‘ sannleikans. (Ef 3:18) Það hjálpar okkur líka að vera óaðfinnanleg og flekklaus í vondum heimi og halda „fast við orð lífsins“. (Fil 2:15, 16) Í sjálfsnámi okkar í orði Guðs getum við valið efni sem við þurfum á að halda. Hvernig getum við nýtt best þann tíma sem við notum til að lesa og rannsaka Biblíuna?

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

 • Strikaðu undir biblíuvers og skrifaðu athugasemdir í námsbiblíuna þína hvort sem hún er í prentuðu eða á rafrænu formi.

 • Spyrðu þig eftirfarandi spurninga þegar þú lest orð Guðs: Hver? Hvað? Hvenær? Hvar? Hvers vegna? Hvernig?

 • Aflaðu þér upplýsinga. Notaðu leitarverkfærin sem eru í boði og leitaðu eftir viðfangsefni eða biblíuversi.

 • Hugleiddu það sem þú lest til að koma auga á það sem þú getur heimfært á líf þitt.

 • Heimfærðu það sem þú lærir á daglegt líf þitt. – Lúk 6:47, 48.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ „HALDIÐ FAST VIÐ ORÐ LÍFSINS“ – MEÐ ÁRANGURSRÍKU SJÁLFSNÁMI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

 • Hvernig lýsa sumir sjálfsnámi?

 • Hvers vegna ættum við alltaf að hefja sjálfsnám með bæn?

 • Hvað getur hjálpað okkur að skilja vers í Biblíunni betur?

 • Hvers konar merki gætum við sett í námsbiblíuna okkar?

 • Hvers vegna er svona mikilvægt að hugleiða orð Guðs þegar við rannsökum það?

 • Hvernig ættum við að nota það sem við lærum?

„Hve mjög elska ég lögmál þitt, allan daginn íhuga ég það.“ – Slm 119:97.