Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hve sterk er trú þín á loforð Jehóva?

Hve sterk er trú þín á loforð Jehóva?

Jósúa og Salómon staðfestu báðir að ekkert fyrirheita Jehóva hefði brugðist. (Jós 23:14; 1Kon 8:56) Vitnisburður þessara tveggja votta styrkir enn frekar þann trausta grunn sem við byggjum trú okkar á. – 2Kor 13:1; Tít 1:2.

Hvernig uppfyllti Jehóva loforð sín á dögum Jósúa? Horfðu ásamt fjölskyldunni á biblíuleikritið Ekkert orð hefur brugðist. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar: (1) Hvernig geturðu líkt eftir Rahab og sýnt trú í verki? (Heb 11:31; Jak 2:24-26) (2) Hvernig sýnir frásagan af Akan að óhlýðni af ásettu ráði leiðir til ógæfu? (3) Hvers vegna blekktu Gíbeonítar Jósúa og sömdu frið við Ísrael þótt þeir væru stríðsmenn? (4) Hvernig rættist orð Jehóva þegar fimm Amorítakonungar ógnuðu Ísrael? (Jós 10:5-14) (5) Hvernig hefur Jehóva stutt þig þegar þú lætur ,ríki hans og réttlæti‘ ganga fyrir öllu öðru í lífinu? – Matt 6:33.

Trú okkar styrkist þegar við hugleiðum það sem Jehóva hefur þegar gert, er að gera og ætlar að gera. – Róm 8:31, 32.

Hefurðu trú eins og Jósúa?