Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Lifum í samræmi við siðferðiskröfur Jehóva

Lifum í samræmi við siðferðiskröfur Jehóva

Jehóva Guð hefur sett mönnum siðferðiskröfur. Hann gefur til dæmis þau fyrirmæli að hjónabandið skuli vera varanlegt samband karls og konu. (Matt 19:4-6, 9) Hann fordæmir allt kynferðislegt siðleysi. (1Kor 6:9, 10) Hann hefur jafnvel sett meginreglur varðandi klæðnað og snyrtingu sem greinir fólk hans frá heiminum. – 5Mós 22:5; 1Tím 2:9, 10.

Margir hafna mælikvarða Jehóva nú á dögum. (Róm 1:18-32) Þeir láta almenningsálitið hafa áhrif á hvernig þeir klæða sig og snyrta og hvernig þeir hegða sér. Margir stæra sig af syndugu líferni og gagnrýna þá sem lifa eftir öðrum gildum. – 1Pét 4:3, 4.

Sem vottar Jehóva verðum við að vera hugrökk og fylgja siðferðiskröfum Guðs. (Róm 12:9) Hvernig gerum við það? Við ættum að segja öðrum kurteislega frá kröfum Guðs. En við verðum líka sjálf að fylgja háleitum mælikvarða hans í lífi okkar. Þegar við veljum föt og snyrtingu ættum við til dæmis að velta fyrir okkur hvort val okkar endurspegli mælikvarða Jehóva eða heimsins. Sýna föt mín og útlit að ég sé guðhræddur kristinn einstaklingur? Þegar við veljum okkur sjónvarpsþátt eða kvikmynd gætum við velt fyrir okkur hvort Jehóva myndi samþykkja val okkar. Mælikvarða hvers höldum við á lofti? Gæti afþreyingin sem ég vel veikt siðferðilegar varnir mínar? (Slm 101:3) Gæti það orðið ættingja eða öðrum til ásteytingar? – 1Kor 10:31-33.

Hvers vegna er svona mikilvægt að við lifum í samræmi við siðferðiskröfur Jehóva? Jesús Kristur mun bráðlega eyða þjóðunum og allri illsku. (Esk 9:4-7) Aðeins þeir sem gera vilja Guðs lifa áfram. (1Jóh 2:15-17) Gerum því allt til að lifa eftir siðferðiskröfum Jehóva þannig að þeir sem fylgjast með okkur vegsami Guð. – 1Pét 2:11, 12.

Hvað segja fötin mín og útlit um siðferði mitt?

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ VERTU VINUR JEHÓVA – EINN MAÐUR, EIN KONA, OG VELTU SÍÐAN FYRIR ÞÉR EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvers vegna er viturlegt að fylgja mælikvarða Jehóva?

  • Hvers vegna ættu foreldrar að byrja að kenna börnum sínum allt frá unga aldri siðferðiskröfur Jehóva?

  • Hvernig geta bæði þeir sem eru ungir og eldri hjálpað fólki að njóta góðs af gæsku Guðs?