Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Kurteisi við dyrnar

Kurteisi við dyrnar

Kristnir menn eru eins og „á leiksviði, frammi fyrir öllum heiminum“. (1Kor 4:9, Biblían 1981) Það kemur okkur því ekki á óvart að sumir húsráðendur fylgjast með okkur út um glugga eða hlusta á bak við lokaðar dyr. Sumir eru jafnvel með öryggismyndavél og hljóðnema á húsinu til að fylgjast með mannaferðum, hlusta og taka upp myndir. Við ættum að sýna kurteisi við dyrnar á eftirfarandi sviðum. – 2Kor 6:3.

MEÐ FRAMKOMU OKKAR (Fil 1:27):

  • Virðum friðhelgi heimilisins og gægjumst ekki inn í íbúðina. Ekki borða, drekka, tala í síma eða senda SMS fyrir framan dyrnar.

MEÐ TALI OKKAR (Ef 4:29):

  • Segjum ekkert við dyrnar sem við viljum ekki að húsráðandinn heyri. Sumir boðberar gætu valið að tala ekki saman til að einbeita sér að því sem þeir ætla að segja við húsráðandann.

Á hvaða fleiri sviðum getum við sýnt kurteisi við dyrnar?