Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Að lifa einföldu lífi auðveldar okkur að lofa Guð

Að lifa einföldu lífi auðveldar okkur að lofa Guð

Nú til dags er auðvelt að flækja lífið með ýmsu móti. Það krefst tíma og orku að kaupa, borga, nota, viðhalda og passa upp á efnislegar eigur. Jesús lifði einföldu lífi til að efnislegar eigur drægju ekki athygli hans frá boðuninni að ástæðulausu. – Matt 8:20.

Hvernig gætir þú einfaldað líf þitt til að geta gert meira í boðuninni? Gæti einhver í fjölskyldunni orðið brautryðjandi með því að gera ákveðnar breytingar? Gæti verið að þú hafir leyft efnislegum hlutum að flækja líf þitt smám saman, þótt þú þjónir núna í fullu starfi? Einfalt líf í þjónustu Jehóva er ánægjulegt og innihaldsríkt líf. – 1Tím 6:7-9.

Skrifaðu niður leiðir til að einfalda líf þitt.