Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – beitum spurningum á áhrifaríkan hátt

Tökum framförum í að boða trúna – beitum spurningum á áhrifaríkan hátt

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Ef „ráð mannshjartans eru sem djúp vötn“ eru spurningar eins og fata til að ausa þeim upp með. (Okv 20:5) Spurningar hjálpa okkur að draga áheyrenda okkar inn í samtalið. Svör við vel völdum spurningum geta veitt gagnlegar upplýsingar. Jesús beitti spurningum á áhrifaríkan hátt. Hvernig getum við líkt eftir honum?

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Spyrðu viðhorfsspurninga. Jesús spurði nokkurra spurninga til að kanna viðhorf lærisveina sinna. (Matt 16:13-16; be 238 gr. 3-5) Hvaða viðhorfsspurningar gætirðu notað?

  • Spyrðu leiðandi spurninga. Jesús spurði spurninga til að leiðrétta viðhorf Péturs og benti síðan á möguleg svör sem hjálpuðu Pétri að komast að réttri niðurstöðu. (Matt 17:24-26) Hvaða leiðandi spurningar gætirðu notað til að hjálpa einhverjum að komast að réttri niðurstöðu?

  • Hrósaðu viðmælanda þínum. Jesús hrósaði fræðimanni sem „svaraði viturlega“. (Mrk 12:34) Hvernig gætirðu hrósað einhverjum sem svarar spurningu þinni?

HORFÐU Á FYRRI HLUTA MYNDSKEIÐSINS VINNUM SAMA STARF OG JESÚS – KENNUM, SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvers vegna er þetta skýrt dæmi um lélega kennslu, jafnvel þótt upplýsingarnar séu réttar?

  • Hvers vegna er ekki nóg að útskýra efnið?

HORFÐU Á SEINNI HLUTA MYNDSKEIÐSINS OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig beitti bróðirinn spurningum á áhrifaríkan hátt?

  • Hvað fleira má læra af því hvernig hann kenndi?

Hvaða áhrif hefur það á aðra hvernig við kennum? (Lúk 24:32)