Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Verið glöð í voninni

Verið glöð í voninni

Vonin er eins og akkeri. (Heb 6:19) Hún hjálpar okkur að forðast skipbrot á trúnni þegar við lendum í ólgusjó. (1Tím 1:18, 19) Ólgusjór gæti meðal annars verið vonbrigði, fjárhagslegt tjón, langvarandi veikindi, ástvinamissir eða eitthvað annað sem reynir á trúfesti okkar.

Trú og von auðvelda okkur að hafa skýrt í huga launin sem Guð hefur heitið okkur. (2Kor 4:16-18; Heb 11:13, 26, 27) Hvort sem við höfum von um að lifa á himni eða jörð þurfum við að styrkja vonina með því að hugleiða fyrirheitin í orði Guðs. Þá verður auðveldara fyrir okkur að viðhalda gleðinni í prófraunum. – 1Pét 1:6, 7.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ VERIÐ GLÖÐ Í VONINNI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvers vegna er Móse góð fyrirmynd?

  • Hvaða ábyrgð hefur höfuð fjölskyldunnar?

  • Hvaða viðfangsefni gætir þú tekið fyrir í tilbeiðslustund fjölskyldunnar?

  • Hvernig getur vonin gefið þér styrk til að takast á við prófraunir?

  • Hvers hlakkar þú til?