Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Jörðin ,svelgdi fljótið‘

Jörðin ,svelgdi fljótið‘

Veraldleg yfirvöld hafa komið fólki Jehóva til hjálpar í tímans rás. (Esr 6:1–12; Est 8:10–13) Jafnvel á okkar tímum höfum við séð ,jörðina‘ – sanngjarnar valdastofnanir – svelgja ,fljót‘ ofsókna sem „drekinn“, Satan djöfullinn, æsir til. (Op 12:16) Jehóva, sem er okkur „hjálpræðisguð“ hefur stundum áhrif á ráðamenn svo þeir koma fólki hans til hjálpar. – Sl 68:21; Okv 21:1.

En hvað ef þú situr í fangelsi vegna trúar þinnar? Ekki efast nokkurn tíma um að Jehóva vaki yfir þér. (1Mó 39:21–23; Sl 105:17–20) Þú mátt vera viss um að þér verður umbunað fyrir trú þína og trúfesti þín er trúsystkinum þínum um allan heim hvatning. – Fil 1:12–14; Op 2:10.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ TRÚBRÆÐUR OKKAR Í KÓREU LÁTNIR LAUSIR ÚR FANGELSI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvers vegna hafa þúsundir bræðra okkar verið fangelsaðir í Suður Kóreu í tímans rás?

  • Hvaða dómsúrskurður varð til þess að stytta fangelsisvist sumra bræðra okkar?

  • Hvernig getum við hjálpað bræðrum okkar víða um heim sem eru núna í fangelsi vegna trúar sinnar?

  • Hvernig ættum við að nota frelsið sem við höfum?

  • Hverjum eru öll unnin dómsmál að þakka þegar allt kemur til alls?

Hvernig nota ég það frelsi sem ég hef?