Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – verum sveigjanleg

Tökum framförum í að boða trúna – verum sveigjanleg

HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Hinir andasmurðu og aðrir sauðir bjóða öllum að drekka „ókeypis af vatni lífsins“. (Op 22:17) Vatnið táknar allt sem Jehóva gerir til að leysa hlýðið mannkyn undan synd og dauða. Til að geta hjálpað fólki sem hefur mismunandi trúarskoðanir og siði þurfum við að kynna ,fagnaðarboðskapinn‘ þannig að hann höfði til hvers og eins. – Op 14:6.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Veldu umræðuefni og biblíuvers sem snertir hjörtu fólks á safnaðarsvæði þínu. Þú gætir valið tillögu að umræðum eða eitthvað sem þú hefur notað með góðum árangri. Hvaða umræðuefni og biblíuvers hefur þér fundist vekja áhuga? Eru einhverjar nýlegar fréttir fólki ofarlega í huga? Hvað gæti höfðað til karlmanna eða kvenna?

  • Heilsaðu eins og venja er þar sem þú býrð. – 2Kor 6:3, 4.

  • Kynntu þér vel ritin og myndskeiðin í verkfærakistunni okkar til að geta sýnt áhugasömu fólki.

  • Vertu búinn að hlaða niður efni á þeim tungumálum sem fólk talar á safnaðarsvæði þínu.

  • Aðlagaðu umræðuefnið að þörfum húsráðenda. (1Kor 9:19–23) Tökum dæmi. Hvað myndirðu segja ef þú kæmist að því að húsráðandinn hefði nýlega misst ástvin?

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Um hvað byrjaði boðberinn að tala við húsráðandann?

  • Hvað var húsráðandinn að takast á við í lífi sínu?

  • Hvaða biblíuvers hefði passað best við þessar aðstæður og hvers vegna?

  • Hvernig aðlagar þú kynninguna þannig að hún höfði til fólks á starfssvæði þínu?