Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hvað er sönn ást?

Hvað er sönn ást?

Það var ætlun Jehóva að hjónabandið væri varanlegt samband karls og konu. (1Mós 2:22-24) Eina réttmæta ástæðan fyrir skilnaði væri kynferðislegt siðleysi. (Mal 2:16; Matt 19:9) Jehóva vill að hjónabandið færi fólki hamingju og hefur þess vegna gefið kristnum mönnum meginreglur sem geta hjálpað þeim að velja maka af skynsemi og viðhalda hamingju í hjónabandinu. – Préd 5:4-6.

HORFÐU Á KVIKMYNDINA HVAÐ ER SÖNN ÁST? (ekki til á íslensku), OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvers vegna var það bæði viturlegt og kærleiksríkt af Frank og Bonnie að tala um fyrir Liz dóttur sinni?

  • Hvers vegna er óskynsamlegt að halda að maður geti breytt einstaklingi sem maður er að kynnast með hjónaband í huga?

  • Hvaða góðu ráð gáfu Paul og Priscilla Liz?

  • Hvers vegna komu upp erfiðleikar í hjónabandi Zachs og Megan?

  • Hvað áttu John og Liz sameiginlegt í þjónustu Jehóva?

  • Hvers vegna ættirðu að kynnast ,hinum hulda manni hjartans‘ hjá tilvonandi maka? (1Pét 3:4)

  • Hvað er sönn ást? (1Kor 13:4-8)