Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – náum til allra á starfssvæði okkar

Tökum framförum í að boða trúna – náum til allra á starfssvæði okkar

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Sakaría spáði því að fólk af öllum þjóðtungum myndi bregðast vel við fagnaðarerindinu. (Sak 8:23) En hver á að kenna þessu fólki? (Róm 10:13-15) Það er heiður okkar og ábyrgð að segja öllum á svæðinu frá fagnaðarerindinu. – od-E 84 gr. 10-11.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Undirbúðu þig. Hittirðu stundum fólk sem talar annað tungumál? Þú getur notað JW Language appið til að læra einfalda kynningu eða snjalltæki til að sýna viðmælanda þínum hvernig hann geti fundið fleiri upplýsingar á sínu tungumáli á jw.org.

  • Taktu vel eftir. Ef þú ert að boða trúna hús úr húsi skaltu ekki láta tækifæri fram hjá þér fara til að segja þeim sem þú mætir og fólki sem bíður í bílum frá trúnni. Þegar þú tekur þátt í trillustarfinu skaltu einbeita þér að markmiðinu, að boða trúna.

  • Vertu samviskusamur. Farðu aftur til þeirra sem eru ekki heima. Leggðu þig fram við að hitta einhvern á hverju heimili, til dæmis á mismunandi tímum dags eða mismunandi vikudögum. Sumra íbúa þarf kannski að ná til bréfleiðis, í síma eða í boðuninni á götum úti.

  • Fylgdu áhuganum eftir. Farðu fljótt aftur til þeirra sem sýndu einhvern áhuga. Ef viðkomandi talar annað tungumál en þú skaltu reyna að finna einhvern sem getur hjálpað honum á hans tungumáli. Þú ættir að halda áfram að fara til hans þangað til boðberi sem talar hans tungumál hefur samband við hann. – od-E 94 gr. 39-40.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ TRÚIN BOÐUÐ VIÐ ,ENDIMÖRK JARÐAR‘ OG ÍHUGAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGAR:

  • Hvernig undirbjuggu bræður og systur sig til að geta náð til fólks á afskekktu svæði? (1Kor 9:22, 23)

  • Hvaða hindranir þurftu þau að yfirstíga?

  • Hvernig blessaði Jehóva þau?

  • Hvað gætir þú gert til að ná til fleira fólks á þínu starfssvæði?