Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Náum til hjartans með „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“

Náum til hjartans með „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Til að tilbiðja Jehóva á réttan hátt þarf fólk að kynna sér vel og tileinka sér mælikvarða hans. (Jes 2:3, 4) Bókin Látið kærleika Guðs varðveita ykkurer önnur námsbókin sem við notum til að hjálpa biblíunemendum að sjá hvernig meginreglur Guðs tengjast daglegu lífi. (Heb 5:14) Við þurfum að reyna að ná til hjartans þegar við kennum þeim svo að þeir geri breytingar af réttu tilefni. – Róm 6:17.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Undirbúðu þig vel með þarfir biblíunemandans í huga. Finndu viðhorfsspurningar sem hjálpa þér að fá fram hvað biblíunemandinn er að hugsa og hvað honum finnst um efnið. – Okv 20:5; be 259.

  • Notaðu rammana í bókinni til að hjálpa biblíunemandanum að sjá gildi þess að heimfæra meginreglur Biblíunnar.

  • Hjálpaðu nemandanum að rökhugsa á þeim sviðum sem samviskan ætti að ráða, en ekki taka ákvarðanir fyrir hann. – Gal 6:5.

  • Vertu háttvís ef þú sérð að nemandinn þarf aðstoð við að heimfæra ákveðna meginreglu í lífi sínu. Hvettu hann vingjarnlega til að gera breytingar byggðar á kærleika til Jehóva. – Okv 27:11; Jóh 14:31.