Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

„Hér er ég. Send þú mig“

„Hér er ég. Send þú mig“

Við ættum að líkja eftir fúsleika Jesaja. Hann sýndi trú og brást strax við þörf þótt hann hefði ekki fengið nákvæmar upplýsingar. (Jes 6:8) Getur þú hagrætt málum og farið þangað sem er meiri þörf fyrir boðbera Guðsríkis? (Slm 110:3) Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að ,reikna kostnaðinn‘ við slíka flutninga. (Lúk 14:27, 28) Vertu fús að færa fórnir í þágu boðunarinnar. (Matt 8:20; Mrk 10:28-30) Eins og bent er á í myndskeiðinu Að flytja þangað sem þörfin er meiri, er blessunin sem við hljótum í þjónustu Jehóva langtum meiri en hver sú fórn sem við færum.

SVARAÐU EFTIRFARANDI SPURNINGUM ÞEGAR ÞÚ ERT BÚINN AÐ HORFA Á MYNDSKEIÐIÐ:

  • Hvaða fórnir færði Williams fjölskyldan til að geta boðað trúna í Ekvador?

  • Hvaða þætti skoðuðu þau áður en þau ákváðu hvert þau færu?

  • Hvaða blessun hlutu þau?

  • Hvar finnurðu fleiri upplýsingar um staði þar sem er meiri þörf fyrir boðbera?

RÆÐIÐ UM EFTIRFARANDI SPURNINGAR Í NÆSTU TILBEIÐSLUSTUND FJÖLSKYLDUNNAR:

  • Hvernig getum við fjölskyldan aukið þjónustu okkar? (km11.8 4-6)

  • Á hvaða hátt gætum við hjálpað heimasöfnuði okkar ef við höfum ekki möguleika á að boða trúna þar sem þörfin er meiri? (w16.03 23-25)