Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Tillögur að kynningum

Tillögur að kynningum

VAKNIÐ!

Spurning: Flestum er annt um heilsuna. Hvað heldur þú að við getum gert til að verja okkur gegn sjúkdómum?

Biblíuvers: Okv 22:3

Tilboð: Í þessu tölublaði Vaknið! er að finna hagnýt ráð sem geta hjálpað okkur að draga úr hættunni á að fá smitsjúkdóma.

KENNUM SANNLEIKANN

Spurning: Ber Guð ábyrgð á þjáningum okkar eða er einhverju öðru um að kenna?

Biblíuvers: Job 34:10

Sannleikur: Guð er aldrei valdur að þjáningum okkar. Þjáningar eru ýmist af völdum Satans eða fólks sem tekur slæmar ákvarðanir og stundum er fólk á röngum stað á röngum tíma. Þegar við þjáumst getum við fengið styrk frá Guði. Honum er innilega annt um okkur.

HVERS VEGNA ÆTTUM VIÐ AÐ KYNNA OKKUR BIBLÍUNA? (Myndskeið)

Spurning: Heldur þú að Guð stjórni heiminum? [Gefðu kost á svari.] Það kemur þér kannski á óvart hvað Biblían segir. Það er útskýrt í þessu stutta myndskeiði. [Spilaðu myndskeiðið.]

Tilboð: Ellefti kaflinn í þessari bók fjallar um hvers vegna Guð leyfir þjáningar og hvað hann ætlar að gera málinu. [Bjóddu annað hvort bókina Hvað kennir Biblían? eða bókina What can the Bible teach us? (Hvað kennir Biblían okkur?)]

BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN KYNNINGU

Búðu til þína eigin kynningu fyrir boðunina og líktu eftir uppsetningunni að ofan.