FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 1. KORINTUBRÉF 10-13
Jehóva er trúr
Jehóva gæti kosið að losa okkur við raunir. En oft sér hann okkur fyrir undankomuleið svo við getum staðist.
Hann hjálpar okkur að hafa skýra hugsun og innri ró með orði sínu, heilögum anda og andlegri fæðu sem hann sér okkur fyrir. – Matt 24:45; Jóh 14:16; Róm 15:4.
Hann getur leiðbeint okkur með heilögum anda sínum sem minnir okkur á frásögur Biblíunnar og meginreglur svo við áttum okkur á hvað er skynsamlegt að gera. – Jóh 14:26.
Hann getur notað englana í okkar þágu. – Heb 1:14.
Hann getur notað trúsystkini okkar til að hjálpa okkur. – Kól 4:11.