Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Aflaðu þér menntunar frá Jehóva

Aflaðu þér menntunar frá Jehóva

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Jehóva, kennari okkar, býður okkur bestu menntun sem völ er á. Hann kennir okkur hvernig við getum bætt líf okkar og undirbýr okkur fyrir dásamlega framtíð, allt án endurgjalds. (Jes 11:6-9; 30:20, 21; Opb 22:17) Menntunin frá Jehóva gerir okkur kleift að færa öðrum boðskap sem getur bjargað mannslífum. – 2Kor 3:5.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Þroskaðu með þér eiginleika eins og hógværð og auðmýkt. – Slm 25:8, 9.

  • Nýttu þér þá þjálfun sem stendur þér nú þegar til boða, til dæmis með því að taka að þér nemendaverkefni á samkomunni í miðri viku.

  • Settu þér markmið í þjónustu Jehóva. – Fil 3:13.

  • Færðu fórnir til að búa þig undir að fá frekari þjálfun. – Fil 3:8.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ KENNSLA FRÁ JEHÓVA VEITIR BLESSUN OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvaða hindrunum þurftu sumir nemendur að sigrast á til að geta sótt Skólann fyrir boðbera Guðsríkis?

  • Hvers konar menntun veitir Skólinn fyrir boðbera Guðsríkis?

  • Hvernig hafa bræður og systur í söfnuðinum hjálpað þeim sem útskrifast að takast á við ný verkefni?

  • Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að geta sótt Skólann fyrir boðbera Guðsríkis? (kr 189)

  • Hvaða önnur þjálfun er í boði í söfnuði Jehóva?

Hvaða blessun hlýturðu ef þú aflar þér menntunar frá Jehóva?