Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Boðum trúna og kennum – forsenda þess að gera fólk að lærisveinum

Boðum trúna og kennum – forsenda þess að gera fólk að lærisveinum

Jesús bauð fylgjendum sínum að fara og gera fólk að lærisveinum. (Matt 28:19) Það felur í sér að boða trúna og kenna. Við ættum öll að spyrja okkur af og til: Hvernig get ég bætt mig á þessum mikilvægu sviðum boðunarinnar til að gera fólk að lærisveinum?

BOÐUN

Í stað þess að bíða eftir að fólk komi til okkar ættum við að leita markvisst að þeim sem eru ,verðugir‘. (Matt 10:11) Erum við vakandi fyrir tækifærum til að tala við fólk sem verður á vegi okkar þegar við boðum trúna? (Post 17:17) Páll var iðinn við að boða trúna og það varð til þess að Lýdía gerðist lærisveinn. – Post 16:13-15.

„Sáðu sæði þínu að morgni og láttu hendur þínar ekki hvílast að kvöldi.“ (Préd 11:6)

HORFIÐ Á MYNDSKEIÐIÐ HÖLDUM ÁFRAM AÐ BOÐA TRÚNA – ÓFORMLEGA OG HÚS ÚR HÚSI, SVARIÐ SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig reyndi Samúel dagsdaglega að sá frækornum sannleikans?

  • Hvers vegna ættum við að halda staðfastlega áfram í öllum greinum boðunarinnar?

  • Hverjum gætir þú sagt frá ríki Guðs í þínu daglega lífi?

KENNSLA

Til að gera fólk að lærisveinum verðum við að gera meira en að afhenda rit. Við verðum að fara í endurheimsóknir og halda biblíunámskeið til að hjálpa fólki að taka framförum í trúnni. (1Kor 3:6-9) En hvað ef það ber lítinn árangur þótt við leggjum okkur fram við að kenna einhverjum sannleikann um Guðsríki? (Matt 13:19-22) Við ættum að halda áfram að leita að þeim sem hafa hjartalag sem líkja má við góðan jarðveg. – Matt 13:23; Post 13:48.

„Ég gróðursetti, Apollós vökvaði en Guð gaf vöxtinn.“ (1Kor 3:6)

HORFIÐ Á MYNDSKEIÐIÐ HÖLDUM ÁFRAM AÐ BOÐA TRÚNA – OPINBERLEGA OG GERUM FÓLK AÐ LÆRISVEINUM, SVARIÐ SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig vökvuðu Salómon og Mary frækorn sannleikans í hjörtum Esekíels og Abígail?

  • Hvað ætti að vera markmið okkar í öllum greinum boðunarinnar, líka þegar við boðum trúna á almannafæri?

  • Hvernig gætum við lagt meiri áherslu á að kenna fólki sannleikann?