Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Góð verk sem gleymast ekki

Góð verk sem gleymast ekki

Allir vottar Jehóva geta unnið verk í heilagri þjónustu Guðs sem gleymast aldrei. Eins og ástríkir foreldrar gleyma aldrei því góða sem börnin þeirra hafa gert, gleymir Jehóva ekki verkum okkar og kærleikanum sem við sýnum nafni hans. (Mt 6:20; Heb 6:10) Geta og aðstæður eru auðvitað breytilegar. Við getum samt verið glöð í þjónustu okkar við Jehóva ef við gerum okkar besta. (Ga 6:4; Kól 3:23) Á liðnum árum hafa þúsundir bræðra og systra starfað á Betel. Hefur þú möguleika að bjóða þig fram til að starfa á Betel? Ef ekki, gætirðu þá hvatt einhvern annan til að gera það eða hjálpað einhverjum sem er Betelíti til að halda áfram að þjóna Jehóva á þennan sérstaka hátt?

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ AÐ BJÓÐA SIG FRAM TIL AÐ STARFA Á BETEL OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hver ætti að vera hvötin til að starfa á Betel?

  • Hvað hafa sumir sagt um þá blessun sem fylgir því að starfa á Betel?

  • Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að starfa á Betel?

  • Hvernig geturðu sótt um starf á Betel?