Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvernig getum við tekist á við einangrun?

Hvernig getum við tekist á við einangrun?

 Finnst þér þú vera einangraður og einmana? Ef svo er gæti þér liðið eins og sálmaritaranum sem sagði: ‚Ég líkist einmana fugli á þaki.‘ (Sálmur 102:7) Viskan sem er að finna í Biblíunni gæti komið þér að gagni til að takast á við vandamál sem fylgja einangrun.

 Styrktu samband þitt við Guð

 Þú getur verið glaður, jafnvel þegar þú ert einangraður, ef þú ert vakandi fyrir andlegri þörf þinni og sinnir henni. (Matteus 5:3, 6) Eftirfarandi leiðir, sem eru ókeypis, geta hjálpað þér af stað.

 Lestu kafla í Biblíunni sem veita huggun

 Þessi biblíuvers hafa veitt mörgum huggun. Frekar en að lesa marga kafla í einu skaltu reyna að nota tímann í einangruninni sem tækifæri til að hugleiða hvern kafla og biðja til Guðs. – Markús 1:35.

 Kynntu þér hvers vegna ástandið í heiminum er svona slæmt

 Þér gengur betur að takast á við hvað sem á dynur þegar þú veist hvers vegna slæmir hlutir gerast og hvernig Guð ætlar að bæta skaðann. – Jesaja 65:17.

 Forðastu óþarfa kvíða

 Eftirfarandi greinar geta hjálpað þér að takast á við álagið sem fylgir einangrun og ‚hætta að hafa áhyggjur‘. – Matteus 6:25.

 Ræktaðu sambandið við vini þína

 Vinir geta hjálpað þér að hugsa skýrar og vera glaðari og eru jafnvel ennþá mikilvægari þegar það er erfitt að hittast. Ef þú þarft að halda þig heima gætirðu kannski notað síma, tölvu með myndavél eða myndsíma til að halda sambandi við vini og eignast nýja. Eftirfarandi greinar geta hjálpað þér að eignast sanna vini og til að vera sjálfur sannur vinur. – Orðskviðirnir 17:17.

 Hreyfðu þig reglulega

 Biblían viðurkennir: „Líkamleg æfing er gagnleg.“ (1. Tímóteusarbréf 4:8) Hreyfing getur hjálpað þér að hugsa skýrar og vera ánægðari, sérstaklega þegar þú ert einangraður. Jafnvel þótt þú þurfir að halda þig heima geturðu að öllum líkindum gert ýmislegt til að hreyfa þig.