Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Lög Guðs um hreinlæti voru á undan sinni samtíð

Lög Guðs um hreinlæti voru á undan sinni samtíð

 Stuttu áður en Ísraelsþjóðin gekk inn í fyrirheitna landið fyrir rúmlega 3.500 árum sagðist Guð myndu vernda hana gegn „hinum þungbæru sóttum“ sem hún þekkti í Egyptalandi. (5. Mós. 7:15) Guð gaf þjóðinni meðal annars nákvæmar leiðbeiningar um hreinlæti og um hvernig mætti koma í veg fyrir og stöðva smitsjúkdóma. Nefnum dæmi:

  •   Í lögum þjóðarinnar voru ákvæði um að þvo sér og fötin sín. – 3. Mósebók 15:4–27.

  •   Guð sagði um hægðir manna: „Þú skalt hafa afvikinn stað utan við herbúðirnar þar sem þú getur gengið erinda þinna. Þú skalt hafa skóflu í farangri þínum og þegar þú þarft að setjast niður úti við skaltu grafa með henni holu og moka síðan yfir hægðir þínar.“ – 5. Mósebók 23:12, 13.

  •   Ef grunur lék á að einhverjir væru með smitsjúkdóm voru þeir látnir í einangrun – þeir áttu að halda sig frá öðrum um tíma. Áður en þeir sem náðu sér af veikindum sínum sneru aftur til fólksins áttu þeir að þvo fötin sín og baða sig í vatni til að teljast ,hreinir‘. – 3. Mósebók 14:8, 9.

  •   Hver sem snerti lík var látinn í einangrun. – 3. Mósebók 5:2, 3; 4. Mósebók 19:16.

 Lög Ísraelsmanna voru langt á undan sinni samtíð hvað varðar læknisfræðileg mál og hreinlætisaðferðir.

 Hjá öðrum þjóðum voru frumstæðar hreinlætisaðferðir algengar. Þar má nefna eftirfarandi:

  •   Úrgangur var losaður á götum úti. Mengað vatn, skemmdur matur og annars konar úrgangur var heilsuspillandi og leiddi til þess að tíðni smitsjúkdóma og ungbarnadauða var há.

  •   Læknar til forna höfðu litla eða enga þekkingu á bakteríum og sýklum. Egyptar notuðu til dæmis eðlublóð, drit frá pelíkönum, dauðar mýs, þvag og myglað brauð til „lækninga“. Einnig var algengt að nota bæði mannasaur og dýrasaur við læknisaðferðir.

  •   Egyptar til forna veiktust af ýmsum sníkjudýrum úr menguðu vatni úr Nílarfljóti og áveituskurðum þess. Sömuleiðis dóu mörg börn í Egyptalandi úr niðurgangspest og svipuðum kvillum af völdum mengaðra eða skemmdra matvæla.

 Ísraelsmenn voru hins vegar almennt við betri heilsu en fólk af öðrum þjóðum vegna þess að þeir fylgdu lögum Guðs.