Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblíulestraráætlun

Biblíulestraráætlun

Biblían hefur að geyma bestu lífsvisku sem völ er á. Ef þú lest og hugleiðir reglulega það sem þú lest og ferð eftir því ,farnast þér vel‘. (Jósúabók 1:8; Sálmur 1:1-3) Þú kynnist líka Guði og syni hans, Jesú, og sú þekking getur leitt til hjálpræðis. – Jóhannes 17:3.

Í hvaða röð ættirðu að lesa bækur Biblíunnar? Það eru nokkrir valkostir. Þessi lestraráætlun hjálpar þér að lesa biblíubækurnar í þeirri röð sem þær eru í Biblíunni eða eftir flokkum. Þú getur til dæmis lesið valda hluta til að fá sögulega yfirsýn yfir samskipti Guðs við Ísraelsþjóðina til forna. Þú getur lesið aðra hluta til að sjá hvernig kristni söfnuðurinn á fyrstu öld var stofnaður og óx. Ef þú lest eitt kaflasett á dag geturðu lesið alla Biblíuna á einu ári.

Hvort sem þú ert að leita að lestraráætlun fyrir daglegan biblíulestur, fyrir eitt ár eða áætlun fyrir byrjendur, getur þessi áætlun hjálpað þér. Sæktu þessa biblíulestraráætlun sem er hægt að prenta út og byrjaðu strax í dag.