B1
Boðskapur Biblíunnar
Jehóva Guð hefur réttinn til að stjórna. Aðferðir hans eru þær bestu. Það sem hann ætlar sér með jörðina og mannkynið nær fram að ganga.
|
Eftir 4026 f.Kr. „Höggormurinn“ véfengir rétt Jehóva til að stjórna og dregur í efa að aðferðir hans séu réttar. Jehóva lofar að vekja upp „afkomanda“ sem mun að lokum tortíma höggorminum Satan. (1. Mósebók 3:1–5, 15) En Jehóva leyfir mönnunum að stjórna málum sínum sjálfir um tíma undir áhrifavaldi höggormsins. |
|
1943 f.Kr. Jehóva segir Abraham að hinn fyrirheitni „afkomandi“ komi af honum. – 1. Mósebók 22:18. |
|
Eftir 1070 f.Kr. Jehóva fullvissar Davíð konung og síðar meir Salómon son hans um að fyrirheitni ‚afkomandinn‘ verði af ættlegg þeirra. – 2. Samúelsbók 7:12, 16; 1. Konungabók 9:3–5; Jesaja 9:6, 7. |
|
29 e.Kr. Jehóva lýsir yfir að Jesús sé fyrirheitni ,afkomandinn‘ sem erfi hásæti Davíðs. – Galatabréfið 3:16; Lúkas 1:31–33; 3:21, 22. |
|
33 e.Kr. Höggormurinn Satan veitir fyrirheitna ,afkomandanum‘ tímabundna áverka með því að fá Jesú líflátinn. Jehóva reisir Jesú upp til lífs á himnum og tekur við andvirði fullkomins lífs hans. Þannig gerir Jehóva afkomendum Adams kleift að fá syndir sínar fyrirgefnar og hljóta eilíft líf. – 1. Mósebók 3:15; Postulasagan 2:32–36; 1. Korintubréf 15:21, 22. |
|
Um 1914 e.Kr. Jesús kastar höggorminum Satan niður til jarðar. Þar fær hann að dúsa um stuttan tíma. – Opinberunarbókin 12:7–9, 12. |
|
Framtíðin Jesús hefur Satan í haldi í 1.000 ár og eyðir honum síðan. Þar með mer hann höfuð hans í táknrænum skilningi. Upphafleg fyrirætlun Jehóva með jörðina og mannkynið nær fram að ganga, nafn hans er hreinsað af öllum ásökunum og það sannast að stjórnaraðferðir hans eru réttar. – Opinberunarbókin 20:1–3, 10; 21:3, 4. |

