SPURNING 17
Hvernig getur Biblían hjálpað fjölskyldunni?
EIGINMENN/FEÐUR
„Á sama hátt á eiginmaður að elska konu sína eins og eigin líkama. Sá sem elskar konu sína elskar sjálfan sig. Enginn hefur nokkurn tíma hatað eigin líkama heldur nærir hann líkamann og annast … hver og einn [á] að elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig.“
„Feður, ergið ekki börnin ykkar heldur alið þau upp með því að aga þau og leiðbeina þeim eins og Jehóva vill.“
EIGINKONUR
„Konan beri djúpa virðingu fyrir manni sínum.“
„Konur, verið undirgefnar eiginmönnum ykkar eins og Drottinn ætlast til.“
BÖRN
„Börn, hlýðið foreldrum ykkar í samræmi við vilja Drottins því að það er rétt. ‚Sýndu föður þínum og móður virðingu‘ – það er fyrsta boðorðið með loforði – ‚til að þér gangi vel og þú verðir langlífur á jörðinni.‘“
„Börn, hlýðið foreldrum ykkar í öllu því að það gleður Drottin.“