Jesaja 30:1–33

  • Hjálp Egyptalands til einskis (1–7)

  • Fólkið hafnar spádómsboðskapnum (8–14)

  • Traust veitir styrk (15–17)

  • Jehóva sýnir fólki sínu velvild (18–26)

    • Jehóva, kennarinn mikli (20)

    • „Þetta er vegurinn“ (21)

  • Jehóva fullnægir dómi yfir Assýríu (27–33)

30  „Illa fer fyrir þrjóskum sonum,“+ segir Jehóva,„sem vinna að sínum eigin áformum en ekki mínum,+sem ganga í bandalög* andstætt leiðsögn anda míns. Þannig bæta þeir synd á synd ofan.   Þeir fara niður til Egyptalands+ án samráðs við mig+til að leita verndar hjá faraóog leita skjóls í skugga Egyptalands!   En vernd faraós verður ykkur til skammarog skjólið í skugga Egyptalands til niðurlægingar.+   Höfðingjarnir eru í Sóan+og erindrekarnir eru komnir til Hanes.   Þeir verða allir auðmýktiraf þjóð sem gerir þeim ekkert gagn,sem veitir hvorki hjálp né stuðning,aðeins skömm og smán.“+  Yfirlýsing gegn dýrunum í suðri: Um land neyðar og þrauta,ljóna, öskrandi ljóna,höggorma og fljúgandi eldnaðra*flytja menn auðæfi sín á ösnumog gjafir sínar á úlfaldakryppum. En það kemur fólkinu ekki að gagni   því að hjálp Egyptalands er algerlega til einskis.+ Þess vegna kalla ég landið „Rahab+ sem situr kyrr“.   „Farðu og skrifaðu þetta á töflu að þeim viðstöddumog skráðu það í bók+svo að það varðveitist um ókomna tíðog verði varanlegur vitnisburður.+   Þeir eru uppreisnargjörn þjóð,+ svikulir synir,+synir sem vilja ekki hlusta á lög* Jehóva.+ 10  Þeir segja við sjáendurna: ‚Sjáið ekki sýnir,‘og við spámennina: ‚Flytjið ekki sanna spádóma.+ Segið okkur eitthvað fallegt, birtið okkur blekkingar.+ 11  Víkið af veginum, beygið út af brautinni. Hættið að tala um Hinn heilaga Ísraels.‘“+ 12  Þess vegna segir Hinn heilagi Ísraels: „Fyrst þið hafnið þessu orði+og treystið á svik og blekkingarog reiðið ykkur á þær+ 13  verður synd ykkar eins og sprunginn múr,eins og hár múr sem bungar út og er að falli kominn. Hann hrynur skyndilega, á augabragði. 14  Hann brotnar eins og stórt leirker,mölbrotnar svo að ekki finnst nógu stórt brottil að safna með glóðum úr eldstæðieða ausa vatni úr polli.“* 15  Alvaldur Drottinn Jehóva, Hinn heilagi Ísraels, segir: „Ykkur verður bjargað ef þið snúið aftur til mín og eruð róleg. Styrkur ykkar er fólginn í að halda rónni og treysta mér.“+ En þið vilduð það ekki.+ 16  Í staðinn sögðuð þið: „Nei, við flýjum á hestum!“ Og þið munuð flýja. „Við ætlum að þeysa á skjótum hestum!“+ Og skjótir verða þeir sem elta ykkur.+ 17  Þúsund munu skjálfa við hótun eins,+við hótun fimm manna munuð þið flýjaþar til þeir ykkar sem eftir verða eru eins og stöng á fjallstindi,eins og merkisstöng á hól.+ 18  En Jehóva bíður þess þolinmóður* að fá að sýna ykkur velvild+og hann gengur fram til að sýna ykkur miskunn+því að Jehóva er réttlátur Guð.+ Allir sem bíða hans með eftirvæntingu eru hamingjusamir.+ 19  Þegar fólkið býr í Síon, í Jerúsalem,+ skaltu ekki gráta lengur.+ Hann sýnir þér góðvild þegar þú hrópar á hjálp, hann svarar bænum þínum um leið og hann heyrir til þín.+ 20  Þó að Jehóva gefi ykkur neyð að brauði og kúgun að vatni+ mun þinn mikli kennari ekki fela sig lengur. Þú sérð þinn mikla kennara+ með eigin augum. 21  Og þú heyrir með eigin eyrum sagt að baki þér: „Þetta er vegurinn,+ farið hann,“ ef þú skyldir víkja af leið til hægri eða vinstri.+ 22  Þið munuð afhelga silfurlögð skurðgoð ykkar og gulli lögð málmlíkneski* ykkar.+ Þið fleygið þeim eins og klút með tíðablóði og segið: „Burt með ykkur!“*+ 23  Hann gefur því regn sem þú sáir í akurinn+ og jörðin gefur af sér meira en nóg af saðsömu brauði.+ Á þeim degi verður búfé þitt á beit í víðlendum haga.+ 24  Nautin og asnarnir, vinnudýrin á akrinum, éta súrublandað fóður sem er þreskt með skóflu og kvísl. 25  Á hverju háu fjalli og hverri hárri hæð streyma fram ár og lækir+ – á degi blóðbaðsins mikla þegar turnarnir hrynja. 26  Fullt tunglið lýsir eins og sólin, og sólarljósið sjöfaldast+ og verður eins og sjö daga ljós daginn sem Jehóva bindur um áverka* fólks síns+ og græðir djúpt sárið eftir höggið sem hann veitti.+ 27  Sjáið! Nafn Jehóva kemur úr fjarlægðmeð brennandi reiði hans og dimmum skýjum. Reiðin streymir af vörum hansog tunga hans er eins og eyðandi eldur.+ 28  Andi* hans er eins og fljót sem flæðir yfir bakka sína og nær manni upp í háls. Hann hristir þjóðirnar í síu eyðingarinnar,setur beisli í munn þeirra+ og leiðir þær á villigötur. 29  En þið munuð syngjaeins og um kvöldið sem þið búið ykkur undir* hátíð+og gleðjast í hjarta ykkareins og maður sem gengur með flautu*til fjalls Jehóva, til hans sem er klettur Ísraels.+ 30  Jehóva lætur tignarlega rödd sína+ hljómaog sýnir hönd sína+ þegar hann slær henni niður í brennandi reiði+með eyðandi eldtungum,+með skýfalli,+ þrumuveðri og hagli.+ 31  Rödd Jehóva skýtur Assýríu skelk í bringu,+hann slær hana með staf.+ 32  Við hvert högg sem Jehóva slær Assýríumeð staf refsingarinnarhljóma tambúrínur og hörpur,+í hvert sinn sem hann reiðir hönd sína gegn þeim í stríði.+ 33  Tófet*+ er þegar tilbúinnog er einnig til reiðu fyrir konunginn.+ Guð* hefur gert mikinn og breiðan bálköst,þar er mikill eldur og viður. Andgustur Jehóva er eins og brennisteinsflóðsem kveikir í honum.

Neðanmáls

Orðrétt „hella drykkjarfórn“, greinilega í tengslum við samkomulag.
Eða „eldsnöggra eiturslangna“.
Eða „fræðslu; leiðsögn“.
Eða hugsanl. „brunni“.
Eða „með eftirvæntingu“.
Eða „steypt líkneski“.
Eða hugsanl. „og kallið þau óþverra“.
Eða „beinbrot“.
Eða „Andgustur“.
Eða „helgið ykkur fyrir“.
Eða „við flautuleik“.
„Tófet“ er hér táknmynd um stað þar sem eldur logar og lýsir eyðingu.
Orðrétt „Hann“.