Sálmur 98:1–9

  • Jehóva bjargar og dæmir af réttlæti

    • Björgunarverk Jehóva kunngert (2, 3)

Söngljóð. 98  Syngið nýjan söng fyrir Jehóva+því að verk hans eru stórkostleg.+ Hann hefur séð fyrir björgun* með hægri hendi sinni, heilögum handlegg sínum.+   Jehóva hefur kunngert björgunarverk sitt,+hann hefur opinberað þjóðunum réttlæti sitt.+   Hann man eftir tryggum kærleika sínum og trúfesti við hús Ísraels.+ Öll endimörk jarðar hafa séð björgunarverk* Guðs okkar.+   Hrópið sigrandi til Jehóva, allir jarðarbúar. Gleðjist, hrópið fagnandi og syngið lofsöng.*+   Syngið Jehóva lofsöng við hörpuleik,*með hörpu og hljómfögrum söng.   Blásið í lúðra og horn,+hrópið sigurglöð frammi fyrir konunginum Jehóva.   Hafið drynji og allt sem í því er,jörðin* og þeir sem á henni búa.   Árnar klappi saman lófunum,fjöllin hrópi fagnandi saman+   frammi fyrir Jehóva því að hann kemur* til að dæma jörðina. Hann dæmir heimsbyggðina með réttlæti+og þjóðirnar af sanngirni.+

Neðanmáls

Eða „unnið sigur“.
Eða „sigur“.
Eða „leikið tónlist“.
Eða „Leikið fyrir Jehóva á hörpu“.
Eða „frjósamt landið“.
Eða „er kominn“.