Sálmur 93:1–5

  • Jehóva er tignarlegur

    • „Jehóva er orðinn konungur!“ (1)

    • ‚Áminningar þínar eru áreiðanlegar‘ (5)

93  Jehóva er orðinn konungur!+ Hann er klæddur tign. Jehóva er íklæddur styrk,hann ber hann eins og belti. Jörðin* stendur stöðug,hún haggast ekki.   Hásæti þitt var grundvallað endur fyrir löngu,+frá eilífð hefur þú verið til.+   Árnar streyma, Jehóva,árnar ólga og dynja,árnar ólga og fossa fram.   Jehóva er voldugri en dynjandi vatnsföllin,máttugri en brimöldur hafsins.+ Hann er tignarlegur í hæðum uppi.+   Áminningar þínar eru alltaf áreiðanlegar.+ Heilagleiki prýðir* hús þitt,+ Jehóva, um allar aldir.

Neðanmáls

Eða „Frjósamt landið“.
Eða „hæfir“.