Sálmur 9:1–20

  • Undraverk Guðs

    • Jehóva, öruggt athvarf (9)

    • Þeir sem þekkja nafn Guðs treysta honum (10)

Til tónlistarstjórans. Almút labben.* Söngljóð eftir Davíð. א [alef] 9  Ég vil lofa þig, Jehóva, af öllu hjarta,segja frá öllum undraverkum þínum.+   Ég vil gleðjast og fagna yfir þér,lofa nafn þitt í söng,* þú Hinn hæsti.+ ב [bet]   Þegar óvinir mínir hörfa+hrasa þeir og tortímast fyrir augliti þínu   því að þú verð málstað minn og rétt. Þú situr í hásæti þínu og dæmir af réttvísi.+ ג [gimel]   Þú hefur hastað á þjóðirnar+ og gereytt hinum illu,afmáð nafn þeirra um alla eilífð.   Óvininum var rutt úr vegi fyrir fullt og allt. Þú jafnaðir borgir þeirra við jörðu,enginn minnist þeirra framar.+ ה [he]   En Jehóva situr í hásæti sínu að eilífu,+hann hefur grundvallað hásæti sitt á réttlæti.+   Hann dæmir heimsbyggðina af réttvísi,+fellir réttláta dóma yfir þjóðunum.+ ו [vá]   Jehóva verður öruggt athvarf* hinum kúgaða,+öruggt athvarf á neyðartímum.+ 10  Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér+því að þú, Jehóva, yfirgefur aldrei þá sem leita þín.+ ז [zajin] 11  Lofsyngið Jehóva sem býr á Síon,kunngerið verk hans meðal þjóðanna.+ 12  Hann gleymir ekki hrópum hinna bágstöddu,+hann man eftir þeim og hefnir blóðs þeirra.+ ח [het] 13  Vertu mér góður, Jehóva, sjáðu hve þjakaður ég er af völdum óvina minna,þú sem lyftir mér upp frá hliðum dauðans,+ 14  svo að ég geti sagt frá dásemdarverkum þínum í hliðum Síonar*+og fagnað yfir björgun þinni.+ ט [tet] 15  Þjóðirnar hafa fallið í gryfjuna sem þær grófu,flækt fót sinn í netinu sem þær lögðu.+ 16  Jehóva þekkist á dómum sínum.+ Hinir illu gengu í eigin gildru.+ (Higgaíon.* Sela) י [jód] 17  Hinir vondu hverfa í gröfina,*allar þjóðir sem gleyma Guði. 18  En hinir fátæku eru ekki gleymdir að eilífu+og von auðmjúkra bregst ekki.+ כ [kaf] 19  Láttu til þín taka, Jehóva! Láttu ekki dauðlegan manninn hafa betur. Þjóðirnar hljóti dóm frammi fyrir þér.+ 20  Skelfdu þær, Jehóva,+gerðu þeim ljóst að þær eru dauðlegar. (Sela)

Neðanmáls

Eða „með tónlist“.
Eða „öruggt fjallavígi“.
Orðrétt „Síonardóttur“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.