Sálmur 82:1–8

  • Kallað eftir réttlátum dómi

    • Guð dæmir meðal „guðanna“ (1)

    • „Verjið bágstadda“ (3)

    • „Þið eruð guðir“ (6)

Söngljóð eftir Asaf.+ 82  Guð tekur sér stöðu í söfnuði sínum,*+hann dæmir mitt á meðal guðanna:*+   „Hve lengi ætlið þið að fella rangláta dóma+og styðja málstað hinna illu?+ (Sela)   Verjið* bágstadda og föðurlausa.+ Látið hina hjálparvana og fátæku ná rétti sínum.+   Bjargið hinum bágstöddu og fátæku,frelsið þá úr hendi hinna illu.“   Þeir* vita ekkert og hafa engan skilning,+þeir ráfa um í myrkri. Allar undirstöður jarðar riða.+   „Ég hef sagt: ‚Þið eruð guðir,*+þið eruð allir synir Hins hæsta.   En þið deyið eins og venjulegir menn+og fallið eins og hver annar höfðingi!‘“+   Gakktu fram, Guð, og dæmdu jörðina+því að allar þjóðir tilheyra þér.

Neðanmáls

Eða „söfnuði hins guðdómlega“.
Eða „hinna guðlegu“.
Eða „Verið dómarar“.
Það er, „guðirnir“ í 1. versi.
Eða „guðum líkir“.