Sálmur 72:1–20
Um Salómon.
72 Guð, feldu konunginum dóma þínaog syni konungs réttlæti þitt+
2 svo að hann flytji mál þjóðar þinnar í réttlætiog mál þinna bágstöddu með réttvísi.+
3 Fjöllin færi þjóðinni friðog hæðirnar réttlæti.
4 Megi hann verja* hina bágstöddu meðal þjóðarinnar,bjarga börnum fátækraog kremja kúgarann.+
5 Menn munu óttast þig eins lengi og sólin varirog eins lengi og tunglið er til,kynslóð eftir kynslóð.+
6 Hann verður eins og regn sem drýpur á nýslegið gras,eins og regnskúrir sem vökva jörðina.+
7 Á hans dögum mun hinn réttláti blómstra+og friðurinn verður allsráðandi+ þar til tunglið er ekki lengur til.
8 Hann mun ríkja* frá hafi til hafsog frá Fljótinu* til endimarka jarðar.+
9 Þeir sem búa í eyðimörkinni falla fram fyrir honumog óvinir hans sleikja duftið.+
10 Konungarnir frá Tarsis og eyjunum greiða skatt,+konungar Saba og Seba koma með gjafir.+
11 Allir konungar skulu falla fram fyrir honumog allar þjóðir þjóna honum
12 því að hann bjargar hinum fátæka sem hrópar á hjálp,hinum bágstadda og þeim sem enginn hjálpar.
13 Hann mun finna til með bágstöddum og snauðumog bjarga lífi fátækra.
14 Hann frelsar* þá undan kúgun og ofbeldiþví að blóð þeirra er dýrmætt í augum hans.
15 Megi hann lifa og hljóta gull frá Saba.+
Menn biðji stöðugt fyrir honumog blessi hann allan liðlangan daginn.
16 Gnóttir korns verða á jörðinni,+jafnvel á fjallatindunum vex það í ríkum mæli.
Uppskera hans verður væn eins og Líbanonsskógur+og í borgunum blómstrar fólk eins og gróður jarðar.+
17 Nafn hans vari að eilífu,+orðstír hans vaxi eins lengi og sólin er til.
Fólk hljóti blessun* vegna hans,+allar þjóðir hafi orð á því hve hamingjusamur hann er.
18 Lofaður sé Jehóva Guð, Guð Ísraels,+hann einn vinnur undursamleg verk.+
19 Lofað sé dýrlegt nafn hans að eilífu+og megi dýrð hans fylla alla jörðina.+
Amen og amen.
20 Hér með lýkur bænum Davíðs Ísaísonar.+
Neðanmáls
^ Orðrétt „dæma“.
^ Eða „eiga þegna“.
^ Það er, Efrat.
^ Eða „leysir“.
^ Eða „afli sér blessunar“.