Sálmur 7:1–17

  • Jehóva er réttlátur dómari

    • „Dæmdu mig, Jehóva“ (8)

Harmljóð eftir Davíð sem hann söng fyrir Jehóva vegna orða Kúss Benjamíníta. 7  Jehóva Guð minn, hjá þér leita ég athvarfs.+ Frelsaðu mig frá öllum sem ofsækja mig og bjargaðu mér+   svo að þeir rífi mig ekki sundur eins og ljón,+dragi mig burt án þess að nokkur komi mér til bjargar.   Er við mig að sakast, Jehóva Guð minn? Hafi ég gert eitthvað rangt,   gert á hlut þess sem vill mér vel+eða rænt óvin minn að ástæðulausu*   þá má óvinur minn elta mig og ná mér,traðka líf mitt til jarðarsvo að reisn mín hverfi í duftið. (Sela)   Láttu til þín taka í reiði þinni, Jehóva. Rístu upp gegn ofsa óvina minna.+ Vaknaðu og hjálpaðu mér,fyrirskipaðu að réttlætið nái fram að ganga.+   Þjóðirnar safnist saman umhverfis þig,leggðu til atlögu gegn þeim frá hæðum.   Jehóva fellir dóm yfir þjóðunum.+ Dæmdu mig, Jehóva,eftir réttlæti mínu og ráðvendni.+   Láttu verk hinna vondu taka endaog hina réttlátu standa styrkum fótum+því að þú ert réttlátur Guð+ sem rannsakar hjörtun+ og innstu tilfinningar manna.*+ 10  Guð er skjöldur minn,+ hann frelsar hjartahreina.+ 11  Guð er réttlátur dómari,+hann kunngerir dóma sína* dag hvern. 12  Ef einhver iðrast ekki+ brýnir hann sverð sitt,+spennir bogann og miðar.+ 13  Hann hefur banvæn vopn sín til reiðu,ber eld að örvum sínum.+ 14  Líttu á þann sem er þungaður að illsku,hann gengur með ógæfu og fæðir lygar.+ 15  Hann grefur gryfju og gerir hana djúpaen fellur sjálfur í hana.+ 16  Ógæfan sem hann veldur kemur honum sjálfum í koll,+ofbeldisverkin koma yfir höfuð hans. 17  Ég vil lofa Jehóva fyrir réttlæti hans,+lofa nafn Jehóva,+ Hins hæsta,+ í söng.*

Neðanmáls

Eða hugsanl. „en þyrmt þeim sem er mér óvinveittur að ástæðulausu“.
Eða „prófar hjörtun og nýrun“.
Eða „úthrópar óvini sína“.
Eða „með tónlist“.