Sálmur 63:1–11
Söngljóð eftir Davíð þegar hann var í óbyggðum Júda.+
63 Guð, þú ert Guð minn, ég leita þín stöðugt,+mig þyrstir eftir þér.+
Ég er örmagna af þrá eftir þérí þurru, skrælnuðu landi þar sem ekkert vatn er að finna.+
2 Þannig hef ég litið til þín í helgidóminumog séð mátt þinn og dýrð.+
3 Tryggur kærleikur þinn er betri en lífið sjálft,+þess vegna vegsama ég þig með vörum mínum.+
4 Ég vil lofa þig alla mína ævi,lyfta upp höndum í þínu nafni.
5 Ég mettast af úrvalsbitum, þeim allra bestu,þess vegna lofa ég þig með glaðværum vörum.+
6 Ég leiði hugann að þér þegar ég ligg uppi í rúmi,hugsa um þig á nóttinni+
7 því að þú ert hjálp mín+og ég hrópa af gleði í skugga vængja þinna.+
8 Ég held mig nálægt þérog hægri hönd þín heldur fast í mig.+
9 En þeir sem sækjast eftir lífi mínusteypast niður í djúp jarðar.
10 Þeir falla fyrir sverðiog verða sjakölum* að bráð.
11 En konungurinn mun gleðjast yfir Guði,allir sem sverja við hann fagna*því að munni lygaranna verður lokað.