Sálmur 60:1–12

  • Guð gersigrar óvininn

    • „Liðsinni manna er einskis virði“ (11)

    • „Guð veitir okkur kraft“ (12)

Til tónlistarstjórans. Við „Vitnisburðarliljuna“. Miktam.* Til fræðslu. Eftir Davíð þegar hann barðist við Aram Naharaím og Aram Sóba og Jóab sneri við og felldi 12.000 Edómíta í Saltdalnum.+ 60  Guð, þú hafnaðir okkur, þú braust í gegnum varnir okkar,+þú varst okkur reiður en taktu okkur nú aftur í sátt.   Þú lést jörðina skjálfa og rifna. Lagaðu sprungur hennar því að hún er að hrynja.   Þú lést fólk þitt þola miklar þrautir,gafst okkur vín að drekka svo að við skjögruðum.+   Gefðu* merki þeim sem óttast þigsvo að þeir geti flúið undan örvum bogans. (Sela)   Frelsaðu okkur með hægri hendi þinni og svaraðu okkursvo að þeir sem þú elskar bjargist.+   Guð hefur talað í heilagleika* sínum: „Ég fagna, ég gef Síkem sem erfðaland+og skipti Súkkótdal.*+   Gíleað tilheyrir mér og Manasse einnig,+Efraím er hjálmurinn á höfði mér,*Júda er veldissproti minn.+   Móab er þvottaskál mín.+ Ég kasta sandala mínum yfir Edóm,+hrópa siguróp yfir Filisteu.“+   Hver leiðir mig til hinnar umsetnu* borgar? Hver fer með mig alla leið til Edóms?+ 10  Ert það ekki þú, Guð, þú sem hefur hafnað okkur,þú sem ferð ekki lengur út með hersveitum okkar?+ 11  Hjálpaðu okkur í neyð okkarþví að liðsinni manna er einskis virði.+ 12  Guð veitir okkur kraft+og fótumtreður fjandmenn okkar.+

Neðanmáls

Eða hugsanl. „Þú hefur gefið“.
Eða hugsanl. „helgidómi“.
Eða „Súkkótsléttu“.
Orðrétt „vígi höfuðs míns“.
Eða hugsanl. „víggirtu“.