Sálmur 47:1–9
Til tónlistarstjórans. Eftir syni Kóra.+ Söngljóð.
47 Klappið saman lófum, allar þjóðir,fagnið frammi fyrir Guði sigri hrósandi
2 því að Jehóva, Hinn hæsti, er mikilfenglegur,+hann er hinn mikli konungur yfir allri jörðinni.+
3 Hann leggur lýði undir okkurog þjóðir undir fætur okkar.+
4 Hann velur handa okkur arfleifð,+stolt Jakobs sem hann elskar.+ (Sela)
5 Guð er stiginn upp við fagnaðaróp,Jehóva er stiginn upp við hornablástur.*
6 Lofsyngið* Guð, syngið honum lof,lofsyngið konung okkar, syngið honum lof
7 því að Guð er konungur yfir allri jörðinni.+
Syngið honum lof og verið skynsöm.
8 Guð er orðinn konungur yfir þjóðunum,+Guð situr í sínu heilaga hásæti.
9 Leiðtogar þjóðanna hafa safnast samanmeð fólki Guðs Abrahamsþví að Guð er yfir valdhöfum* jarðar,hann er hátt upp hafinn.+