Sálmur 42:1–11
Til tónlistarstjórans. Maskíl* eftir syni Kóra.+
42 Eins og hind þráir vatnslindirþrái ég þig, Guð minn.
2 Mig þyrstir eftir Guði, hinum lifandi Guði.+
Hvenær fæ ég að koma og birtast fyrir augliti Guðs?+
3 Tárin eru fæða mín dag og nótt.
Fólk hæðist að mér allan liðlangan daginn og spyr: „Hvar er Guð þinn?“+
4 Ég úthelli sál* minni og hugsa til þess sem áður var,þegar ég gekk með mannfjöldanumfremstur í fylkingu til húss Guðs.
Fólkið var í hátíðarskapi,hrópaði af gleði og söng þakkarsöngva.+
5 Hvers vegna örvænti ég?+
Hvers vegna finn ég enga ró innra með mér?
Ég vil bíða eftir Guði+því að ég fæ að lofa hann, minn mikla frelsara.+
6 Guð minn, ég er fullur örvæntingar.+
Þess vegna minnist ég þín+frá landi Jórdanar og Hermontindum,frá Mísarfjalli.*
7 Ólgandi vötnin kalla hvert á annaðþegar fossar þínir druna.
Brimöldur þínar brotna á mér.+
8 Um daga sýnir Jehóva mér tryggan kærleika,um nætur syng ég honum lof – bið til Guðs lífs míns.+
9 Ég segi við Guð, bjarg mitt:
„Hvers vegna hefurðu gleymt mér?+
Hvers vegna þarf ég að ganga um sorgmæddur, kúgaður af óvinum mínum?“+
10 Í morðhug hæðast óvinir mínir að mér,*þeir hæðast að mér allan liðlangan daginn og spyrja: „Hvar er Guð þinn?“+
11 Hvers vegna örvænti ég?
Hvers vegna finn ég enga ró innra með mér?
Ég vil bíða eftir Guði+því að ég fæ að lofa hann, minn mikla frelsara og Guð.+
Neðanmáls
^ Sjá orðaskýringar.
^ Sjá orðaskýringar.
^ Eða „litla fjallinu“.
^ Eða hugsanl. „Þegar óvinir mínir hæðast að mér er eins og þeir kremji bein mín“.