Sálmur 37:1–40
Eftir Davíð.
א [alef]
37 Láttu ekki vonda menn reita þig til reiðiog öfundaðu ekki þá sem gera rangt.+
2 Þeir fölna fljótt eins og grasið,+visna eins og nýsprottið grængresið.
ב [bet]
3 Treystu Jehóva og gerðu gott,+búðu í landinu* og vertu trúr í því sem þú gerir.+
4 Gleðstu innilega yfir Jehóva,*þá gefur hann þér það sem hjarta þitt þráir.
ג [gimel]
5 Leggðu líf þitt í hendur Jehóva,*+treystu honum og hann mun hjálpa þér.+
6 Hann lætur réttlæti þitt skína skært eins og morgunbjarmannog réttvísi þína eins og hádegissól.
ד [dalet]
7 Vertu hljóður frammi fyrir Jehóva+og bíddu hans með eftirvæntingu.*
Vertu ekki reiður út af þeim mannisem áformar illt og tekst vel til.+
ה [he]
8 Láttu af reiðinni og segðu skilið við heiftina,+hafðu hemil á þér svo að þú gerir ekkert illt*
9 því að illum mönnum verður eytt+en þeir sem vona á Jehóva erfa jörðina.+
ו [vá]
10 Innan skamms eru vondir menn ekki lengur til,+þegar þú lítur þangað sem þeir vorueru þeir horfnir.+
11 En hinir auðmjúku erfa jörðina+og gleðjast yfir miklum friði.+
ז [zajin]
12 Vondur maður leggur á ráðin gegn hinum réttláta,+gnístir tönnum gegn honum.
13 En Jehóva hlær að honumþví að hann veit að dagur hans kemur.+
ח [het]
14 Hinir vondu bregða sverði og spenna boga sínatil að fella hinn undirokaða og fátæka,til að tortíma hinum ráðvöndu.
15 En sverð þeirra stingast í þeirra eigin hjörtu,+bogar þeirra verða brotnir.
ט [tet]
16 Betra er það litla sem hinn réttláti áen allsnægtir margra vondra manna+
17 því að illir menn verða sviptir mætti sínumen Jehóva styður hina réttlátu.
י [jód]
18 Jehóva veit hvað hinir ráðvöndu ganga í gegnum*og arfur þeirra varir að eilífu.+
19 Á neyðartímum þurfa þeir ekki að skammast sín,í hungursneyð hafa þeir nóg að borða.
כ [kaf]
20 En vondir menn munu farast,+óvinir Jehóva visna eins og blómleg engi,þeir hverfa eins og reykur.
ל [lamed]
21 Vondur maður tekur lán og borgar það ekkien réttlátur maður er gjafmildur og góður.+
22 Þeir sem Guð blessar munu erfa jörðinaen þeir sem hann bölvar verða upprættir.+
מ [mem]
23 Jehóva stýrir skrefum mannsins*+þegar hann er ánægður með lífsstefnu hans.+
24 Þó að hann hrasi fellur hann ekki flatur+því að Jehóva heldur í hönd hans.*+
נ [nún]
25 Eitt sinn var ég ungur og nú er ég gamallen aldrei hef ég séð réttlátan mann yfirgefinn+né börn hans leita sér matar.+
26 Hann er alltaf fús til að lána+og börn hans hljóta blessun.
ס [samek]
27 Forðastu hið illa og gerðu það sem er gott,+þá muntu lifa að eilífu
28 því að Jehóva elskar réttlætiog yfirgefur ekki sína trúu.+
ע [ajin]
Þeir njóta alltaf verndar+en afkomendur hinna vondu verða upprættir.+
29 Hinir réttlátu munu erfa jörðina+og búa á henni að eilífu.+
פ [pe]
30 Munnur hins réttláta miðlar viskuog tunga hans talar af sanngirni.+
31 Hann hefur lög Guðs síns í hjarta sínu,+honum skrikar ekki fótur.+
צ [tsade]
32 Vondur maður fylgist með hinum réttlátaog leitar færis að drepa hann.
33 En Jehóva lætur hann ekki falla í hendur hans+og finnur hann ekki sekan þegar hann er dæmdur.+
ק [qóf]
34 Vonaðu á Jehóva og gakktu á vegi hans,þá mun hann upphefja þig svo að þú erfir jörðinaog þú munt sjá hinum illu verða eytt.+
ר [res]
35 Ég hef séð miskunnarlausan óþokkabreiða úr sér eins og laufmikið tré í gróðurreit sínum.+
36 En skyndilega hvarf hann sporlaust,+ég leitaði hans en hann var hvergi að finna.+
ש [shin]
37 Taktu eftir hinum trúfasta*og líttu til hins réttláta+því að sá maður á frið í vændum.+
38 En öllum illvirkjum verður eytt,vondir menn eiga enga framtíð fyrir höndum.+
ת [tá]
39 Jehóva frelsar hina réttlátu,+hann er varnarvirki þeirra á neyðartímum.+
40 Jehóva hjálpar þeim og bjargar,+frelsar þá frá illum mönnum og bjargar þeimþví að þeir leita athvarfs hjá honum.+
Neðanmáls
^ Eða „á jörðinni“.
^ Eða „Jehóva sé mesti gleðigjafi þinn“.
^ Orðrétt „Veltu vegi þínum á Jehóva“.
^ Eða „þolinmæði“.
^ Eða hugsanl. „æstu þig ekki upp því að það leiðir aðeins til ills“.
^ Orðrétt „þekkir daga hinna flekklausu“.
^ Eða „veitir skrefum mannsins festu“.
^ Eða „styður hann með hendi sinni“.
^ Eða „þeim sem heldur fast í ráðvendni sína“.